Að losna úr viðjum vanans. Þetta getur reynst þrælsnúið. Fyrsta verkefnið af 28 var í gær. Það var ekki erfitt: Ekki horfa á sjónvarp í dag og ég bætti við að ekki má fara í tölvuna eftir að heim var komið. OH MÆ GOD! Þetta var bara soldið erfiðara en það leit út fyrir í upphafi. Ég stoppaði þrisvar fyrir framan sjónvarpið af því ég var að fara að kveikja á því. Samt horfi ég ekki mikið á sjónvarp. Held það sé samt eitthvað með þægindatilfinningu að gera að hafa einhver hljóð í íbúðinni annað en skvampið í fiskunum. Er núna að undirbúa verkefni dagsins í dag!
03 október 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka