Dagur tvö af 28 er búinn. Verkefni dagsins var ekki erfitt og þó. Það fólst í því að skrifa eitthvað í 15 mín (tekið fram að það mætti ekki vera innkaupalisti). Þar sem ég blogga flesta dagana þá telst það ekki með heldur verða það að vera annars konar skrif. Ég settist því með penna og bók og byrjaði að skrifa eitthvað bull út í loftið. Skrifaði og skrifaði og þegar ég leit á klukkuna voru heilar tvær mínútur búnar af tímanum. WOW sem sagt aðeins erfiðara en það sýnist. En það hafðist. Í morgun tók ég svo annað af tveimur aukaverkefnum en það var að fara á einhverskonar fund (mátti velja úr einhverjum 15 aukaverkefnum og sum þeirra geri ég reglulega þannig að ekki mátti ég velja þau). Fundurinn var flottur og ég bara nokkuð ánægð með mig. Verkefni þrjú er aðeins farið að leita á sálina en það er ENGIR gosdrykkir í dag! Mig langar svoldið mikið í diet pepsi núna þegar farið er að líða á daginn!
04 október 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka