Ég uppgötvaði í morgun að ég er með einhverja vöðva í rasskinnunum sem ég vissi ekki að ég ætti til. Ætli svona mega maraþon píningar verði til þess að það vaxi aukavöðvar? Svona eins og griplurnar í heilafrumunum (minnir að það heiti griplur, litlu boðendarnir sem fjölga sér eftir því sem ákveðnar frumur eru notaðar meira). Ætli það gerist í vöðvum líka. Mér líður alla vega eins og ég sé með fleiri vöðvadruslur í dag heldur en í gær. Ég náði sem sagt að fara í annan tímann í píningunum í gær. Hef ekki komist í vikunni vegna leikskólabarnsins. Ég verð mjög fegin þegar þessi er þraut er yfirstaðin. Það er hlaupið og hlaupið og hoppað og skriðið. Allt í lagi með skriðið en ég held að það sé á tæru að karlmenn vita ekki hvað verður um brjóstin þegar konur hoppa!!! Og þegar konur hoppa 50 sinnum þá gerist eitthvað fyrir brjóstin. Það liggur við að það þurfi að vefja þeim utan af hálsinum og toga þau af jörðinni um leið. Ég HATA hopp. Hef samt þá trú að þegar þetta er yfirstaðið getið ég skokkað til Húsavíkur og til baka. Léttilega. Huh það er þó eitthvað til að stefna að!
01 október 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka