Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 október 2006

Þrír dagar búnir í breyttum venjum. Ég svissaði gærdeginum út og færði aðeins til þannig að í gær var það ekki "enginn gosdrykkur" heldur gönguferð. Fór í gönguferð á leið svo vel á eftir að ég tók til í heilar tíu mínútur áður en ég tók pásu ha...

Í dag er það sem sagt enginn gosdrykkur.. gaman, gaman... og það er helv. Bootcampið í dag líka. Mikið assgoti er þetta leiðinleg líkamsrækt. Þetta er bara hlaup og hopp. En þegar þessi vika er búin eru bara tvær eftir. Held það sé á hreinu að ég fer ekki í svona aftur.

Bjartsýniskúrinn gengur líka vel..kom smá móða í gær en ég reyndi að fægja hana af í morgun og setja upp gleraugun aftur.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger