Ég fór á námskeið í morgun. Ég lærði svo mikið á fyrstu tímunum að klukkan 11.30 gat ég ekki tekið inn meira og sat bara eins og viðrini og starði út í loftið. Nú er ég með hausverk dauðans og þetta er svona lærdómshausverkur eða kannski er þetta bara ryk- og málningarlyktshausverkur. Er að væflast með hvort ég eigi að senda fyrirspurn upp í HÍ og spyrja hvað ég þurfi að læra mikið til að fá aðra mastergráðu. Ég veit ég sagði í vor að ég ætlaði aldrei að læra neitt framar en ég held hinsvegar a þessi gráða væri létt verk og löðurmannleg því ég er jú búin með helminginn af henni nú þegar. Ætla að hugsa þetta aðeins. kannski ætti ég bara að gerast prinsipessa?
24 nóvember 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka