Ég held ég tali fyrir munn okkar Skakka beggja þegar ég segi að það sé alveg að verða komið nóg af ryki og drullu heima hjá okkur. Í gær byrjuðum við loks að mála og kannski klárum við það í dag en nú fer okkur að liggja á því við stefnum á sukk um helgina: Ég á föstudag með minni vinnu og Skakki á laugardag með sinni vinnu. Ægilegt fjör alveg. Síðan er það blessað laufabrauðið með foreldrunum á laugardag. Ekki mikill tími sem fer í lagfæringar á íbúð þessa helgi. Við verðum því að spýta í lófann og djöflast áfram í dag og á morgun!
23 nóvember 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka