Eldhúsinnréttingin er að verða svo fín eftir alla pússninguna og skrapið að það er ekki hægt annað en mála eldhúsið líka. Þetta vindur því upp á sig og gott betur en það. 'i upphafi átti að leggja parket á svefnherbergið. Nú er búið að skrapa upp heila eldhúsinnréttingu, skrapa alla þröskulda, skrapa og lakka fataskápa, skrapa veggi og glugga í herbergi en ekki byrjað á parketinu sem hugmyndina var að setja á gólfin. Svona gerast kaupin á eyrinni. Á sama tíma og þetta fer fram er frúin orðin að sönnum íþróttaálfi (sjá matargatsbloggið) og fer í gymmið einusinni á dag og djöflast þar. Að vísu er ekki neinar yfirlýsingar að þessu sinni heldur er tekinn fyrir einn dagur í senn og þykir gott ;)
21 nóvember 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka