Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 janúar 2005

Góðir vinir
Vinir mínir eru góðir vinir. Það enduruppgötvaði ég í gærkveldi. Ég skrapp nefnilega til Skjaldbökunnar að sækja föt fyrir Molann sem ætlar í útilegu um helgina (í Hafnarfirði). Þegar ég kom þangað var Skjaldbakan og Skjaldbökumaðurinn að horfa á IDOL. Ég sat og svitnaði við að horfa á hvern aulann koma fram og baula eitthvað sem ekki var í neinni líkingu við söng. Oftar en ekki voru þeir handvissir um að þeir hefðu stórgóða söngrödd því fjöldskylda og/eða vinir höfðu margsagt þeim það!!!!!!!!!!!!

Jáhá!

Mínir vinir eru í mörg ár búnir að biðja mig að standa ekki við hlið þeirra þegar ég syng, af tveimur ástæðum: Sú fyrri er sú að ég get tekið hvern meðalsöngmann og leitt hann út af laginu á örskömmum tíma og hin er væntanlega sú að þeir vilja ekki kannast við að söngrödd mín sé eitthvað sem þeir þekkja. Eftir þáttinn í gærkvöldi er ég þeim eilíflega þakklát! Það væri ekki gaman að standa fyrir framan Simon og belja eitthvað og heyra hann stynja og segja að ég sé feit og hafi enga söngrödd! Ó mæ god sko........

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger