Í gær var erfiðasti dagur ársins. Eða það er mér sagt. Það voru einhverjir spekingar í Englandi sem fundu þetta út. Mér fannst hann ekkert erfiðari en aðrir mánudagar, sérstaklega mánudagar í JANÚAR. Mér finnst nefnilega mánudagar almennt mun erfiðari en aðrir dagar eða þannig. Mundi alveg styðja það að byrja vikuna á þriðjudögum.
Skakki keypti sér bíl í gær svo ég þurfi ekki að sækja hann og keyra lengur. Mér var farið að líða eins og ég byggi í Ammeríku og var nærri búin að fara og kaupa mér tungumálakennslu á diski til að hafa í bílnum.. til að nota tímann sko. Nú missi ég sem sagt af þessu gullna tækifæri til að læra tungumál og menningu annarra landa í bílnum. Jæja ég hugsa að ég lifi það af..
Skakki keypti sér bíl í gær svo ég þurfi ekki að sækja hann og keyra lengur. Mér var farið að líða eins og ég byggi í Ammeríku og var nærri búin að fara og kaupa mér tungumálakennslu á diski til að hafa í bílnum.. til að nota tímann sko. Nú missi ég sem sagt af þessu gullna tækifæri til að læra tungumál og menningu annarra landa í bílnum. Jæja ég hugsa að ég lifi það af..