Ég skil ekki þessa áráttu hjá læknum að vera alltaf að senda mig í blóðprufur! Í gegnum tíðina hef ég farið í þó nokkrar blóðprufur og það hefur ALDREI komið neitt úr þeim annað en ég er fullkomlega heilbrigð og vantar engin vítamín eða járn eða er með ofgnótt eða vangnótt af einhverjum hormónum eða eitthvað annað kjaftæði. Ég hef farið í blóðprufu til að tékka á MS, járni, fólín, b12, FSH, hormónum almennt, skjaldkyrtli og almennum krankleika. Það eina sem kemur út úr þessum blóðprufum er að ég borga 1500 kall. Það er liðinn sá tími að ég fer í blóðprufu og rétti fram blaðið mitt og veit ekkert hvað verið er að skoða. Núna fæ ég beiðninaog fer beint heim og slæ inn í tölvuna mína hvað skammstafanirnar standa fyrir og undantekningarlaust er þetta algjört kjaftæði. Eins og þessi beiðni sem ég fékk í morgun. En ég fer samt í prufuna og ergi mig allan tímann á því að vera að láta þessa lækna ráða svona yfir mér þegar ég veit að það er ekkert að. Það eina sem er að mér er bakið og þar finnst ekkert sem hægt er að festa fingur á annað en ég er með verki. Ég held að það sé eitthvað samsæri í gangi með þessar fjandans blóðprufur. Þetta er bara fjáröflunarleið fyrir ríkið. Andskotans peningaplokk! Og svo er þetta vont líka!
25 janúar 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka