Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 október 2004

Kvöldið í gær var alveg ónýtt! Ég var áður búin að lofa fiskunum að við mundum öll fara í göngutúr en þegar ég frétti af fjúkandi gámastæðum þá sá ég að ekki þýddi mikið fyrir eina konu og 3 fiska að staulast um. Einn er þar að auki svo lítill að ef hann hefði fokið þá hefði ég ekki einu sinni tekið eftir því. Hann er sverðfiskur. Skakki heldur því fram að ég hljóti að hafa tekið vitlaust eftir tegundarheitinu því það er fátt sem minnir á sverð. Ég er hinsvegar ekki vön að taka vitlaust eftir og held fast við það að ræfillinn sé sverðfiskur! Bökkum til gærkvöldsins! Þar sem ekki var möguleiki á gönguferð var mikil óánægja í búrinu. Í hvert skipti sem ég átti leið fram hjá því sættu þeir lagi og skvettu á mig með sporðinum. Er þetta hemja? Þeir eru bara illa upp aldir ég mundi senda þá í skólann ef það væri ekki verkfall. Þar kæmust þeir fljótt að því að svona hegðun líðst ekki í sveitinni. þar semþað er hinsvegar verkfall þá var ég farin að bregða á það ráð að slökkva ljósið þegar ég þurfti að skjótast í vesturálmuna. Aularnir halda nefnilega að það sé komin nótt þegar ljósin eru slökkt. Þetta dugði skammt því klukkan 4 í nótt byrjuðu þeir að svampa og sketta. Ég verð að finna annað ráð.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger