Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 október 2004

Sumt fólk er einfarar! Ég hélt í mörg ár að ég væri svoleiðis. Gat samt aldrei farið ein í bíó og ekki ein á ball. Ég get hins vegar verslað ein og finnst það eiginlega ekkert verra en að versla með öðrum. Sem einfari þá bjó ég líka ein og líkaði það bara mjög vel. Eiginlega alveg stórvel. Ég þekkti auðvitað ekki neitt annað. Í dag bý ég með Skakka. Skakki er búinn að vera í Færeyjum í 3 vikur. Og mér leiðist!

Leiðrétting:
Mér leiðist ekki.

Nei.

Mér hundleiðist!

Mikið agalega eru kvöldin löng þegar maður er einn alltaf hreint. Hvernig fór ég að þegar ég bjó ein í fjöldamörg ár? Ég er núna viss um að ég er bara ekki einfari eins og ég hef alltaf haldið. Ég er örugglega tvífari!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger