Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 ágúst 2004

Í gær prufuðum við nýjan golfvöll. Við fórum þrjár tilvonandi snillingar saman og vorum nokkuð góðar með okkur. Væfluðumst að vísu um víðan völl til að byrja með til að finna upphafsbrautina en það hafðist í rólegheitunum. Við vorum með kort af brautunum en sú sem þetta skrifar er vægast sagt MJÖG áttavillt og skilur ekki að nokkur geti ratað eftir slíkum fyrirbærum, enda lét ég það í hendur samgolfara minna að vinna úr þessu.

Það var geypigott veður úti og allt í góðum fíling. Við biðum eftir að komast að og vorum ekki með æsing. Fólkið á eftir okkur var ekki eins rólegt. Við vorum rétt byrjaðar að spila þegar þrumuraust heyrist einhversttaðar fyrir aftan okkur: "stelpur hleypið fram úr NÚNA" Mikið rosalega brá mér og við fældumst út í runna eins og lítil lömb. Þetta var maður sem sem oft sést í sjónvarpinu að rífast fyrir ákveðinn starfshóp og hann greinilega hélt að hann væri enn í vinnunni. Djöfuls frekja! Að vísu erum við ekki fljótastar í heimi en við héldum við þessi læti að við værum þær alverstu. Síðar um kvöldið sáum við hinsvegar að mjög margir hópar voru á svipuðu leveli og við. Skil ekki af hverju fólk þarf að vera með svona æsing og það í svona góðu veðri.

Annars var ég geypiþreytt eftir þetta tölt. Hreinlega dó fljótlega eftir að ég kom heim. Skakki var búinn að elda dýrindis kvöldverð handa mér sem ég skóflaði í mig með miklum látum.

Er annars með smáhnút í maganum núna því kennarinn góði hafði loks samband við mig, kom í ljós að einhver misskilningur hafði átt sér stað og hún hélt sig hafa svarað mér fyrir löngu. Hún var sem sagt ekki dáin! Spurning hvort ég kemst lifandi af okkar fyrsta alvöru fundi í dag ;(((

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger