Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 ágúst 2004

Í gærkvöldi varð mér á að horfa á kastljósið. Ég varð hreinlega öskuill meðan á þættinum stóð. Það var verið að tala við framsóknarkonur um yfirlysinguna þeirra til blaðanna og stjórnendur Kastljóss fóru ekki leynt með það að þeim fannst þetta vera algert kjaftæði.

Þeir völtuðu yfir konurnar og stögluðust á því að þær vildu bara konur af því þær væru konur en ekki af því þær væru hæfar til verksins. Þeir sögðu það ekki hreint út en í orðum þeirra lá að ástæðan fyrir því að ekki væri fleiri konur í stjórnunarstöðum og fleiri konur í betri stöðum framsóknarflokksins væru þær að það væru bara ekki til nóg af hæfum konum!!!

Mikið assgoti var ég orðin reið og ég er ekki eini sinni framsóknarkona og mundi ekki kjósa þann kallrembuflokk þó ég ætti mér það til lífs að vinna. Mér finnst hinsvegar að menn sem eru með svona þætti eigi að halda sínum skoðunum utan við þáttinn og reyna að vera málefnalegir. Konur eru fleiri en karlar á Íslandi og konur eru líka að verða betur menntaðar en karlar. Trúa þessir menn því virkilega að það séu bara þessi 3% kvenna sem eru í stjórnunarstöðum í dag sem eru hæfar? Að allar hinar konurnar séu bara óhæfar til stjórnunarstarfa?

Eftir þáttinn í gær skil ég vel af hverju það er svona erfitt að fá konur til að sitja fyrir svörum. Þáttaþursarnir hlustuðu ekki á þær og hlustuðu ekki á rök þeirra, svöruðu öllu með " Þið viljið bara kynjakóta, þið viljið bara kynjakóta" og "finnst ykkur ekki hart að vera í stjórnunarstöðu BARA af því það verður að vera ein kona á móti X köllum ekki af því þessi kona er hæfari?".

Djöfull var ég orðin reið. Það er akkúrat út af svona fávitahætti sem við þurfum að hafa kynjakvóta því annars sætum við konur enn heima og pössðum upp á að ekki slokknaði á eldavélinni burtséð frá því hvort við værum hæfar til þess eða ekki.

Þessar tvær konur eiga hrós skilið að láta ekki þessa þursa æsa sig upp og hana nú.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger