Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 ágúst 2004

Ég er farin að hafa áhyggjur af umsjónarkennaranum mínum. Ég sendi henni eintak af ritgerðinni til yfirlestrar fyrir tæpum tveimur vikum og hún sagðist ætla heim og lesa hana. Síðan hefur ekki heyrst hósti eða stuna frá henni. Ég er búin að senda henni mörg email og reyna að hringja en ekkert dugir. Gæti verið að ritgerðin hafi riðið henni að fullu og ég þurfi að snúa mér að dánartilkynningum MBL?? Aumingjans konan og aumingja ég. Ég er að fá magasár af stressi yfir þessu.

Annars fór ég í morgun og keypti stóla í eldhúsið. Við erum búin að vera með lánsstóla frá systurinni en þurfum nú eiginlega að fara að skila þeim, þó ekki væri nema til að geta fengið þá aftur lánaða haha. Nýju stólarnir eru flottir! Ofsa flottir og ég reikna með að við verðum bara í eldhúsinu næstu vikurnar. Annars er það nú ekki nein breyting fyrir Skakka því á hann hefur runnið bökunaræði mikið og hann bakar kvöld eftir kvöld. Það eru ostatertur, ístertur, krem brúllei og möffins. Það er nú gott fyrir feitar konur eins og mig að geta gengið í svona kræsingar! Næstu kvöld ætla ég að sitja í nýjum stól og horfa á hann ásökunaraugnaráði meðan hann bakar!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger