Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 apríl 2004

Breyttur lífsstíll fyrir letingja tók á sig viðhengi í gærkvöldi því þá var svo gott veður. Viðhengið var að við bættum við aukadegi í áætlunina. Við fórum og gengum í upp Skóglendið við Hvaleyrarvatn og gengum svo í kringum vatnið. MJÖG gott og frábært veður.

Meinvill hafði með sér göngustafina frá tengdaforeldrunum og þeir eru það besta sem hún hefur fengið í gjöf í MÖRG ár. Hr. meinvill dauðöfundar hana af stöfunum og býðst reglulega til að bera þá en meinvill sér við honum og veit að þetta er bara brella til að ná þeim til notkunar.

Við byrjuðum gönguna á því að fara upp snarbratta brekku sem var lygilega lík fjallshlíð (samanber fellið þarna í Þórsmörk sem allir ASMA félagar vita að er EKKI fell heldur FJALL). Síðan tók við aflíðandi stígur og þá tautaði hr meinvill að meinvill þyrfti að lengja í stöfunum þegar gengið væri á jafnsléttu. Meinvill varð hvefsin við og hreytti út úr sér að ef þetta væri jafnslétta þá væri hún líka long distance runner eða þannig. Það var ekki rætt frekar.

Í dag er Serbinn nágranni okkar að grilla. Klukkan er bara tólf á hádegi og þessi ofvirki gaur er kominn út á svalir og farinn að grilla. Hvers eigum við að gjalda? Lyktin er svo gjörsamlega að taka á taugarnar að það endar með því að við verðum að flýja eitthvað út áður en við bjóðum okkur í mat hjá honum. Sem betur fer er alveg að koma að gönguferð í breyttum lífsstíl letingjanna!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger