Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 apríl 2004

Breyttur lífsstíll fyrir letingja er enn á dagskrá. Fyrsta vikan er að verða liðin.

Í gær fórum við í gönguferð í kringum Vífilstaðarvatn. Um leið og við stigum út úr bílnum byrjaði að rigna. Hr. meinvill fannst það fyndið. Meinvill fannst það ekki fyndið!

Vífilstaðavatn er ógnarstórt vatn (not!) og umhverfis það er fínn göngustígur. Við lögðum af stað í beljandi rigningu og slagveðri en þegar við höfðum gengið ca 200 metra þá stytti upp.

Hr. Meinvill er duglegur göngumaður. Hann skoppar þetta léttilega og skvaldrar allan tímann. Hann bendir út á vatnið og segir "hvað er þetta?" eða "sjáðu fuglana" eða "sérðu skýjamunstrið". Á meðan þrælast meinvill áfram með samanbitnar varir og húfuna niður í augun. Hún sér ekki skýin því þá þarf hún að lyfta höfðinu í 90 gráðu horn því hún nær niður að nefi. Hún sér bara steinana í göngustígnum og umlar því eitthvað til samþykkis meðan hr. meinvill fer yfir náttúru staðarins.

Allt í einu er gönguferðin búin! vatnið reyndist vera miklu minna en það leit út fyrir í upphafi meðan slagveðrið dundi. Hr. meinvill fannst sniðugt að taka annan hring víst þetta var svona mikils ræfilshringur. Meinvill stóð við hlið hans með æluna í hálsinum, húfuna niður í augum og skjálfandi fætur. Hún umlaði eitthvað til mótmæla og það hnussaði í hr. meinvill yfir þessum aumingjaskap. NÆST förum við tvo hringi!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger