Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 apríl 2004

Þá er þessi helgin liðin og hægt að fara að slappa af í vinnunni


Við djöfluðumst í garðvinnunni á laugardaginn, ég fékk marblett á öxlina af því að styðja við hrífuna og hr. meinvill fékk marbletti í lófana af því að halda um klippurnar. Við erum ekki gerð fyrir garðvinnu!

Skoðuðum nýjan bíl og tókum ákvörðun um að kaupa hann. Þetta er töffarabíll fyrir smástráka og ég hlakka ægilega til að ferðast um á honum


Hann er með dökkar rúður og græn afturljós. Í hólfinu fylgir yfirlýsing frá Frumherja um það að ljósabúnaður standist lög og reglur. Það er oft búið að handfjalla þetta blað. Það er lúið og þreytt!

Fórum í langa gönguferð í Heiðmörk í gær. Það er partur af áætluninni "breyttur lífsstíll fyrir letingja". Þetta er rosa áætlun og í henni felst að hreyfing verður aukin með skipulögðum hætti fram á sumar. Tók til golfkylfurnar mínar frá því í fyrra og fattaði að ég man ekki hvernig á að nota þær. Er það merki um að ég sé sannur íþróttaálfur eða bara plain stupid?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger