Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 apríl 2004

Breyttur lífstíll er enn á ferðinni. Í gær fórum við að Kleifarvatni og tókum 2 og hálfs tíma gönguferð upp fjallshlíðar þar til við komum að Stórahver. Vorum alein í heiminum ásamt nokkru magni af kóngulóm sem ég lét vita að ef þær dirfðust að húkka sér far með okkur þá lifðu þær ekki lengi eftir það. Þær tóku því vel og voru áfram á sínum heimslóðum. Þetta var stórkostleg ganga og stórkostlegt veður!

Síðan kom Molinn í heimsókn og var í nótt. Hann á erfitt með að bera fram nöfn okkar sem hér búum og hefur því endað með að kalla okkur Bebbu (ég) og Allah (hr. meinvill). Í morgun vaknaði hann í bókstaflegri merkingu ffyrir allar aldir því ég held að sólin hafi varla verið farin að skína þegar hann var farinn að reyna að vekja mig. Ég er afbrigðum þolinmóð þegar það snertir mig mikið og ég þóttist ekki verða vör við hann. Eftir smá stund heyrði ég samt hvar hann var farinn að æfa sig á nafninu mínu..mammmma.. ammmma... ammmma.. annnna.. annnnna.. annnna.... Þetta gekk þar til hann var orðinn öruggur að hann væri með rétt nafn og þá stóð hann aftur upp, klappaði á sængina mína og sagði "anna????" með spurnarhljóm. Hver stenst slíkt? ja ekki Bebba og því hunskaðist ég fram.

Síðar reyndi ég að plata hann til að leggja sig..það gekk ekki. Hann vildi annan morgunmat fyrir 10 mínutum síðan sem er í góðu lagi. Ég leit af honum augnablik og þegar ég leit á hann næst var hann sofnaður ofan í skyrið!


Hann sefur sem sagt núna. En við erum á leið að kaupa bíl á eftir!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger