Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 desember 2003

Ritgerðardruslan
Jæja, enn ein helgin búin og lítið verið gert í ritgerðarmálum. Held ég sé að komast á þá skoðun að það þýði ekkert að láta nóturnar liggja á lyklaborðinu og vonast til að ritgerðin skrifi sig sjálf (eins og þegar maður svaf ofan á bókunum í gamla daga til að þurfa ekki að lesa undir próf). Held að ég sé að verða búin að sanna að sú aðferð hreinlega dugar ekki til og því ákalla ég nú æðri máttarvöld mér til bjargar. Gruna samt að ég verði að leggja hönd á plóg (á ekki einu sinni þannig apparat) og gera eitthvað sjálf. Sautjándi er nefnilega farinn að nálgast ískyggilega hratt og ég held ég sé upptekin við annað öll kvöldin í þessari viku. Lof sé og dýrð og allt það batterí.

Er að verða komin á þá skoðun að fara ekki í seinni helminginn af þessu námskeiði eftir áramót. Jamm, bara viðhafa kæruleysi og hætta þessu bulli. þarf hvort eð er að fara næsta haust í einn áfanga og þá er ég komin með of margar einingar hvort eð er. Jájá, bara slaufa þessu hehe. En samt þarf ég að klára fyrir SAUTJ'ANDA.
HJÁLP-HJÁLP-HJÁLP

Um annað
Gulla spyr hvort ég sé með sykursýki. Haukurinn svaraði þessu játandi með hraði en ég verð að neita. Það er nefnilega ekki sykursýki að þykja gott súkkulaði (hann vill meina það). Ég vil hins vegar þakka mér og mínum líkum fyrir það að enn þrífst konfektgerð á Íslandi. Hugsið ykkur bara ef allir væru eins og haukurinn, hvar ætti þá allt fólkið í Nóa og Sírus að vinna? Á bensínstöð kannski? Ó nei því nú fara allir á sjálfpumpistöðvar, meira segja ég líka eftir að ég fékk mér svona fínt bensínkort. En sem sagt, já það er starfsfólk Nóa og Síríus og líka allt fólkið í Póllandi sem vinnur við að búa til PrinsPólo. Ég skil ekki svona hugsunarhátt að vilja ekki þessu fólki vel og styrkja iðnaðinn þeirra.

Lyfin mín eiga hins vegar að hjálpa mér í elífðarbaráttu minni við að fjölga mannkyninu. Til þess nýt ég aðstoðar þeirrar deildar á Landspítalnum sem veitir þá hjálp sem skiptir minnstu máli og er neðst á forgangslistum um nauðsynlega þjónustu. Það er sú deild sem fyrst kom á nafn er talað er um að loka verði einhverjum deildum á Lansanum vegna fjárskorts. Vegna þess að ekki er um LÍFSNAUÐSYNLEGA þjónustu að ræða. Einmitt. Til þess að fá aðstoð lækisyfirvalda á Íslandi er nauðsynlegt að vera að dauða komin. Það er nýja stefnan.

Á sama tíma fer fæðingum fækkandi, allt stefnir í að eldra fólk verði orðið fyirgnæfandi í þjóðfélaginu eftir nokkra áratugi (ekki bara hér heldur um allan heiminn) og okkur kemur til með að skorta vinnandi hendur. En Íslendingar eru alltaf framsýnir og hafa því komið upp með hugmyndir að loka á þá þjónustu sem veitir nokkrum þegnum sínum á ári aðstoð við að framleiða fleiri skattborgara. Assgotans hræsni og ekkert annað. Ég er búin að borga skatta í 1000 ár, hef aldrei fengið atvinnuleysisbætur, aldrei fengið til baka frá skattinum, aldrei fengið barnabætur (og fengi þær ekki þó ég ætti börn), sem sagt aldrei þegið aðstoð af neinu tagi frá yfirvöldum aðra en þá sem ég greiði fyrir með skttpeningum mínum og allir fá líka að njóta. Nú þarf ég á aðstoð að halda við eitthvað sem ég get ekki gert sjálf og daginn eftir kemur flennifyrirsögn í Fréttablaðinu að um sé að ræða rándýra þjónustu sem ekki eigi að njóta neins forgangs í kerfinu. Núna ætla ég að stela setningu frá dr. Gunna og Tótu Pönk:
Lepjið drullu í helvíti helvítis skítapakk.
Já og ég held ég sé sammála þeim, mér líður betur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger