Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 desember 2003

MUSE
Mikið er ofsalega gaman að fara á svona tónleika. Mikið er leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að gera það oftar og til að kóróna allt saman þá finnst mér mjög leiðinlegt að við skulum ekki vilja reisa tónleikahöll.

Tónleikarnir voru frábærir en hversu lengu á að bjóða okkur upp á Laugardagshöllina með öllum sínum frábæra hljómburði og sviðið svo lágt að dvergar eins og ég sjá ekki á það?

Já það er það eina sem ég get kvartað yfir (alltaf hægt að finna eitthvað). Ég sá ekki neitt. Eða réttara sagt annað slagið sá ég glitta í annaðhvort trommuleikarann eða hinn. Ég sá ekkert af söngvaranum og það er hann sem er skemmtilegast að horfa á. Svona er lífið þegar maður er dvergvaxinn.

Annars var ég hissa á því hvað það voru margar pínlitlar stelpur þarna. Þær voru ekki að hlusta á tónleikana. Þær voru að sýna sig og skoða strákana (í myrkrinu). Þetta var krúttlegt. Þær tróðust um alla tónleikana fram og til baka, óþreytandi alveg, fimm og sex saman og alltaf leiddust þær þannig að þær mynduðu keðju. Eiginlega er ég fegin að ég er búin með þann pakka og gat núna staðið í þvögunni með mínum hauk og sungið hástöfum og jöflast með tónlistinni. Notið þess að vera partur af svona þvögu sem öll var að fylgja sama taktnum (meira segja ótaktvissir eins og ég). Notið þess að finna svitalyktina af drengjunum sem tróðu sér fram og til baka í þvögunni (eflaust að leita að smástelpunum sem líka voru að troðast fram og til baka). Ástæðan fyrir því að þau voru alltaf á iði hefur eflaust verið sú að þau náðu aldei að hittast þar sem þau voru alltaf á ferðinni.

En þetta var gaman. Ég mundi fara miklu oftar ef þetta væri ekki svona dýrt og ef það kæmu oftar svona flottar sveitir til landsins. Haukurinn kvartaði yfir því að uppáhaldslagið hans var ekki spilað en þeir spiluðu uppáhaldslagið mitt þannig að ég var ekkert að hlusta á hann. Hann heyrði það hvort eð er þegar hann fór á tónleikana í Köben.

Eitt er samt athyglisvert og það er skemmdarfýsnin í okkur Íslendingum. Hvað er að okkar þjóðarsál að við þurfum alltaf að skemma allt? Í lokin á allrasíðasta laginu var risa, risa stórum blöðrum sleppt fram í salinn. Þær voru hvítar og svo stórar að meðal stórt barn hefði komist inni í eina slíka. Ég hef séð á tónleikamyndböndum MUSE að þetta gera þeir stundum. Þá djöflast blöðrurnar fram og til baka yfir mannþröngina og á endanum eru þær slegnar upp á sviðið og þar sprengja tónlistarmennirnir þær með hljóðfærunum. En ekki á Íslandi. Á Íslandi er svona blöðrum sleppt og nokkrir slá í þær voða gaman en fljótlega finnur einhver hvöt hjá sér til að stinga þær með sígarettu. Hvað er að hjá okkur? Af hverju getum við ekki haft gaman að svona án þess að skemma það?

En tónleikarnir voru frábærir og ég vildi að þeir væru í kvöld svo ég ætti þetta eftir

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger