Nornakvöld
Í kvöld er síðasta nornakvöld þessa árs. Síðast þegar við funduðum voru nornirnar svo ægilega góðar við mig og ég fékk peningaspá og gott atlæti í hvívetna. Það er spurning hvernig verður í kvöld. Annars eru nornirnar svo ægilega duglegar að öllu leiti að það er ekki fyndið. Þær eru allar að verða búnar að umbylta öllu sínu lífi fram og til baka. Mjög spennandi. Það er búið að vera að taka í gegn mataræði og hreyfingu og gera þvílík stórvirki að það hálfa væri nóg. Eftir sit ég og geri ekki neitt. Hef ekki gert neitt átak í hreyfingu og er enn að borða sama matinn.
Í kvöld er síðasta nornakvöld þessa árs. Síðast þegar við funduðum voru nornirnar svo ægilega góðar við mig og ég fékk peningaspá og gott atlæti í hvívetna. Það er spurning hvernig verður í kvöld. Annars eru nornirnar svo ægilega duglegar að öllu leiti að það er ekki fyndið. Þær eru allar að verða búnar að umbylta öllu sínu lífi fram og til baka. Mjög spennandi. Það er búið að vera að taka í gegn mataræði og hreyfingu og gera þvílík stórvirki að það hálfa væri nóg. Eftir sit ég og geri ekki neitt. Hef ekki gert neitt átak í hreyfingu og er enn að borða sama matinn.