Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 desember 2003

Erfiðir dagar
Sumir dagar eru bara svo miklu erfiðari en aðrir. Ég hélt að ég mundi bara ekki meika það að vakna í morgun. Það eina sem hélt mér gangandi var að ef ég mæti seinni en 8 þá missi ég af stæðinu sem ég vil fá. Úff það er orðið erfitt þegar það eina sem kemur manni á lappir er tilhugsunin um stæði!

Það er að koma niður á mér að ég er búin að vera að slugsa frameftir öll kvöldin í þessari viku. Kannski ekki slugsa. Það er kannski ekki alveg rétt: Búa til laufabrauð, taka viðtal, fara á tónleika, fara á nornarfund. Segið svo að ekkert gerist huh.

Ritgerðardruslan er samt enn óskrifuð haha

Auður er að hrósa mér fyrir dugnað, takk fyrir það en held samt að það sé ekki alveg rétt. Ég ætti alveg að geta bætt hreyfinguna og allt það. Mig bara langar EKKI til þess. Mér finnst það líka svo tilgangslaust því ég er alltaf að bíða eftir spraututímanum (frá því í maí haha) af því þá verð ég svoooooo þreytt. Í maí rétt hafði ég vinnudaginn af og þurfti að leggja mig þegar ég var búin að vinna. Núna verð ég fríi hluta af tímanum vegna jólanna og ég er voðalega fegin. En ég ætla ekkert að gera neitt í þessum málum fyrr en þetta er afstaðið. Ég bara get ekki hugsað um neitt meira í augnablikinu.

Ætla að skrifa um nornarfundinn seinn aí dag. Núna þarf ég að kenna eins og einum eða tveimur á starfsmannakerfið úlalala

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger