Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 október 2003

Ég las frétt í Fréttablaðinu 30 sept. sem mér fannst mjög merkileg. Ég er svo sem ekkert hissa á því sem þar kemur fram en ég get samt ekki hætt að hugsa um það og þar sem ég reikna fréttin hafi farið fram hjá sumum verð ég bara að fá að tjá mig aðeins um hana.

Fyrirsögnin er þessi:
Vísindi mótuð af karlrembu: Konur ábyrgar fyrir sínu krabbameini en karlar ekki.

Úff hvað þýðir þetta? Hvaða bull er þetta?
Fréttin fjallar sem sagt um niðurstöðu rannsóknar Guðrúnar Eyþórsdóttur á 500 krabbameinsrannsóknum. Hún er aðallega að tala um krabbamein í blöðruhálskirtli og krabbamein í leghálsi. Hún hefur fundið að krabbamein karla eru tengd við næringu, hormóna, erfðir og umhverfi en kvennakrabbamein er tengt við kynhegðun, lífsstíl og jafnvel hvort þær séu giftar eða ekki. Samkvæmt þessu eru karlar fórnarlömb á meðan konur eru ábyrgar fyrir sínu krabbameini.

Hvað finnst ykkur um þetta. Ég er búin að vera hugsa þetta í tvo daga þannig að greinilega hefur það haft áhrif á mig ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger