Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 september 2003

Maður er alltaf að prufa eitthvað nýtt. Fór í fyrsta skiptið í brjóstamyndatöku í morgun og konan var svo ægilega glöð þegar ég missti út úr mér í lokin að ég hefði átt að kvíða meira fyrir þessu. Hún brosti allan hringinn og við urðum vinkonur á staðnum. Það þarf oft ekki mikið til að mynda góð bönd hehe, enda svo sem hægt að segja eins og er að það er varla hægt að komast nær manni heldur þegar verið er að hnoða einu stykki brjósti undir einhverja plötu.

Ég fór líka í hinsegin skoðun, þ.e.a.s. almenna krabbameinsskoðun og það var ekkert mál því það er kominn góður skilningur hjá mér varðandi þessa gerð skoðunar. Hins vegar datt ég úr stólnum að skoðun lokinni haha. Læknirinn og aðstoðarfrúin urðu skelfingu lostin og konan margstrauk á mér hendina og spurði hvort ég væri ekki í lagi hehe Ég þorði ekki að hlæja en sagði þeim að mér hefði bara legið svo mikið á að komast aftur í nærfötin hehe Held að lækninum hafi þótt það fyndið en konunni var enn svo brugðið að henni stökk ekki bros. Hún sá ábyggilega fyrir sér lögsókn að hætti amerískra vina okkar hehe

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger