Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 september 2003

Uss hvað það er mikið að gera núna. Mig vantar soldið miklu fleiri tíma í sólarhringinn! Þetta virkar á mig þannig að ég er í eilífu stresskasti, það væri nú mesti munur ef það gæti haft áhrif í þá átt að ég væri að minnka í ummáli haha

Einu sinni fékk ég svona stresskast þegar ég var að vinna hjá bankanum. Ég vildi ekki vera gjaldkeri en yfirmönnum fannst ég einmitt MJÖG gott efni í gjaldkera. Ég fór í þvílíkt stresskast að ég hætti að éta, mjög einfalt. Ég var með stöðugan hnút í maganum alla daga og þurfti þar af leiðandi ekki að éta neitt því maginn var fullur af kvíða. Svona líður mér einmitt núna. Þetta er hinsvegar búið að vera svo stutt að ég veit ekki hvort þetta hefur áhrif á lystina en ég er að vona það, tralallala. kannski verð ég orðin gönn um jólin je ræt!

Í bankanum fóru yfirmennirnir að hafa áhyggjur þegar frúin var sjánalega orðin grenni en áður en hún fór að gjaldkerast. Ég ætla að setjast aftur á bak í stólnum mínum og bíða eftir að þetta gerist aftur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger