Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 september 2003

takkaóður fjandi tralalala með æði fyrir tölum...
Nei svona í alvöru talað þá er ég rosalega hrifin af tölum og tölulegum upplýsingum. Reikna með að flestum finnst þetta ótrúlegt þar sem ég er um leið með reikningsfóbíu, en tölulegar staðreyndir eru ekki reikningur þær eru svona meira í ætt við upplýsingar og ég er upplýsingafíkill!

Núna er komin út skýrsla frá landspítalanum Háskólasjúkrahúsi um fæðingarskráningar fyrir árið 2002. Þar á meðal eru tölur varðandi tækilegar fæðingar og þær eru heldur sláandi. Það er jafnframt tekið fram í skýrslunni að við Íslendingar séum með hæstu tölur. jamm og já, hér koma þá tölurnar:

Af 309 konum sem fóru í tæknisæðingu á síðasta ári voru 33 sem tókst að eignast barn það eru alls 10,7%.

Þetta er ekki há prósenta eða hvað?

það er ekki tekið fram hversu oft hver kona fór og ég reikna með að ekki sé um 309 konur að ræða því margar fara 2-5 sinnum. En sem sagt, 10,7% líkur á því að meðferðin gangi!

Af 150 sem fóru í glasafrjóvgun þá voru 37 sem áttu barn (börn), það eru 24,7% líkur. Þarna eru sem sagt heldur meiri líkur en samt ekki mjög háar.

jamm svona er nú staðan, tölulega séð eru ekki miklar líkur á að aðgerð heppnist. En mér finnst gott að hafa svona tölur, þoli ekki að vita ekki hvar ég stend. Læknarnir segja nefnilega alltaf eitthvað kjaftæði um uppsafnaðar líkur og góðar líkur og þetta lítur vel út. Þetta í skýrslunni eru hinsvegar beinharðar staðreyndir og það finnst mér flott!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger