Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 júlí 2003

Jamm bara komin heim frá útlöndum og þarf ekki að spá neitt í það undir hvaða stöfum á lyklaborðinu ég geti fundið mína íslensku stafi.
Heimferðin gekk annars mjög vel, ekkert mál að keyra í útlöndum ;) Við pabbi keyrðum að sjálfsögðu bæði þannig að við getum bæði tekið bíla og gert allskyns gloríur ef okkur dettur það í hug í framtíðinni!!
Í Svíþjóð rigndi og rigndi. það var heitt og notalegt en það rigndi og minn elskaði bróðir hélt áfram að reyna að telja okkur trú um að þetta væri MJÖG óvenjulegt. Je ræt!! Maður trúir nú ekki öllu sem manni er sagt!!!
Einsi varð auðvitað eftir hjá þeim og ég ætla að vona hans vegna að það hætti að rigna og fari að koma þetta veður sem er ALLTAF!!!!
Síðan komu Vittorio og móðir hans heim í gær. Ægilega gaman. Drengurinn með fullt af bitum eftir moskító!! En bót í máli að hann virðist ekkert finna fyrir þeim. Ég var með hann í dag og þar sem hann er lítið sem ekkert farinn að skríða og mamman heldur að það sé vegna leti (ég held að það sé rétt hjá henni) þá skreið ég með honum eins og herforingi í allan morgun. Hefur eflaust verið fögur sjón! Fyrst kom feita frænkan á gamalsaldri og síðan ungbarnið (sem ekki er feitt)! Þetta gekk vonum framar þegar hann var búinn að missa af sér undrunarsvipinn og um hádegi var hann farinn að skríða um allt! Látið mig bara taka börnin ykkar og ég skal ala þau upp haha er mar ekki uppeldisfræðingur með meiru?? hehe þetta á eflaust eftir að koma í bakið á mér síðar ;)))
Ég tók eitthvað af myndum í Svíþjóð og er að hugsa um að setja eitthvað af þeim í myndasafnið en ekki í dag, ég hreinlega nenni því ekki ;)))

Árni og María búin að nefna dótturina nýfæddu og hún á að heita Andrea Marín! Flott nöfn og til hamingju með það ;)))

Heyrði frá Ásdísi í dag og þeim gengur allt í haginn í Danmörku. þau fluttu fyrir ca tveimur mánuðum frá Þýskalandi og það er strax farið að ganga miklu betur. Bæði komin með vinnu og Benny kominn til dagmömmu. Þetta var ekki sovna auðvelt í Þýskalandi, ekkert dagmömmukerfi og Ásdís gat þar af leiðandi ekki fengið neina vinnu (sem var heldur ekki auðvelt að finna). Þarna er líka fullt af öðrum Íslendingum og hún sagði að þetta væri rosalega fínt ;)) Allflestir tala þýsku þannig að það er heldur ekkert mikið mál fyrir Axel. Þetta er gott mál ;)) Og ég óska ykkur til hamingju með þessa ákvörðun!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger