Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 júlí 2003

Röddin er eiginlega alveg farin núna. Ekki alveg jafnmikið og í fyrra þegar ég fór á spítalann en nógu mikið til að ég get eiginlega ekki tlað í síma. Hvernig stendur á þessu? Á þetta að vera viss passi einu sinni á ári (stuna)!

Ég er búin að setja nokkrar myndir inn frá Svíþjóð. Þær eru nú eiginlega allar af henni frænku minni ;)) Algjör snúlla! Ég tók hinsvegar ekki margar á digital vélina því batteríið klárðaist og ég hafði auðvitað gleymt hleðslutækinu heima. Tók hinsvegar nokkrar á filmu og þær koma þegar þær koma hehe

Núna er ég hinsvegar í ergelsis kasti og það engu smá! Í gegnum árin hef ég átt þó nokkrar vinkonur og allt hið besta með það. Hins vegar hefur alltaf komið upp sú staða annað slagið að vinkona hefur sagt mér eitthvað sem einhver annar má alls ekki vita (og hefur það stundum snert einhverja manneskju allmikið). Þetta er allt í lagi en það sem mér þykir verra er þegar ég svo á grundvelli þessarar vitneskju verð að fara að ljúga fyrir vinkonu mína að einhverjum öðrum!!! Ég hélt að ég væri orðin svo gömul að engin hætta væri að maður lenti í þessu aftur (var algengara á gelgjunni)! Nú er hinsvegar svo komið að ég á góða vinkonu sem er að gera ákveðna hluti í sínu lífi sem hún vill ekki að fólkið hennar komist að. Hún bað mig að halda því fyrir mig sem er ok en nú er mamma hennar farin að hringja í mig og spyrjast fyrir og ég veit ekki hvað ég á að gera. Annars vegar er það hollustan við vinkonuna og hins vegar er það reiði við hana að koma mér í svona aðstöðu!!! Ég reyni að lifa með þeirri sannfæringu að maður beri ábyrgð á eigin lífi en mér finnst að þegar maður kemur vinkonum sínum í svona aðstöðu þá sé maður ekki að taka neina ábyrgð og hana nú!!!! Svo sit ég hér og hef áhyggjur af því að ef ég geri það sem mér finnst rétt þá tali vinkonan ekki við mig aftur. Hinsvegar ef ég geri eins og hún vill (og lýg að mömmu hennar) þá særi ég mömmu hennar! Ég er farin að forðast ákveðna staði í bænum þar sem ég gæti rekist á mömmuna þannig að ég þurfi ekki að taka ákvörðun þegar ég hitti hana. Í gær hringdu bæði systir hennar og mamma í mig. Ég talaði við systurina (sem hringdi í vinnuna) en var ekki heima þegar mamman hringdi og ekki með gemsann minn en hún skildi eftir skilaboð þar sem ég er beðin að hafa samband. Jöfla klúður!! Haukurinn segir að ég ekki ekki vera með þetta vesen, mér komi þetta ekki við en það er svo auðvelt fyrir hann að segja það. Það er jú ég sem bý alltaf til stórvandamál úr þessum litlu, heilt fjall úr smá bólu!!!!
En sem sagt ég veit ekki hvað ég á að gera og bíð eftir hugljómun þannig að allir láti mig vera og hætti að spyrja mig út þetta mál!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger