Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 júlí 2003

Þá er kominn nýr gleðinnar dagur og hann er miklu betri en gærdagurinn því ég er að fá röddina mína aftur og er ekki svona svakalega lasin eins og ég var í gær...ojoj mér leið svo illa en af því ég er að fara í sumarfrí og átti eftir að skila svo miklu af mér þá gat ég ekki samviskunnar vegna verið heima..sem betur fer segi ég í dag því nú er ég langt komin og fer í frí með bros á vör ;))))

Móralska vandamálið mitt virkar ekki eins stórt í dag. Ég hugsaði þetta allt saman í gær og tók mið af því sem þær stöllur sögðu í commentunum hjá mér. Málið er að mér finnst ég ekki getað tekið hennar ákvörðun fyrir hana og mér finnst ég vera að gera það ef ég segi hlutina eins og þeir eru. Hinsvegar er það svo hin hliðin sem er sú að fjölskylda hennar veit að hún hefur alltaf samband við mig og grunar því að ég viti hvernig í málunum liggur! Lífið átti aldrei að vera auðvelt, enginn sem lofaði því, hinsvegar eru svona vandamál oft svo erfið af því þau leika svo með samviskuna á manni.
Anivei ég tók þá ákvörðun í gær að þar sem sms mínum er ekki svarað þá verði ég að taka ákvörðun sem ég er sátt við og ætla því að gefa upplýsingar um nýtt símanúmer en vísa jafnframt á það að þar sem við séum vinkonur þá geti ég ekki sagt neitt meira og viðkomandi aðilar verði sjálfir að reyna að ná í hana í þessu símanúmeri og koma sínum málum á hreint og hana nú!!!!! Ég veit það verður enginn sáttur við þetta, vinkona mín verður reið við mig fyrir að gefa upp númerið og mamma hennar verður reið af því ég gef ekki fleiri upplýsingar. Ég verð hinsvegar sátt við mig og þá fer kannski þessu álagi á símann hjá mér að linna. Get ekki búið við það að vera farin að kvíða fyrir því að svara í símann bæði heima hjá mér og í vinnunni því það gæti verið þetta.
Ég reikna með að þetta sé allt gert til þess að maður læri eitthvað af því en mikið assgoti get ég nú verið þreytt á þessum eilífum prófum sem dynja á okkur frá örlögunum. Ég sé heldur ekki alveg hvað svona reynsla kenni manni nema að ég er alger aumingi og vill að öll dýrin séu vinir en það vissi ég fyrir og þarf ekki svona reynslu til að kenna mér neitt um það og ég reikna með að allflestir mínir vinir viti það líka......

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger