Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 júní 2003

Við haukurinn lögðum land (bíl) undir fót í gær ásamt Auði og keyrðum í ausandi rigningu í Borgarfjörðinn á fjölskyldumót hjá ættinni hans. Við keyrðum Hvalfjörðinn því við vorum búin að frétta af þessari rosa sól (hmm eitthvað var hún nú illilega í felum) og komum við á sveitabæ hjá vinkonu Auðar þar sem við fengum þessar fínu lummur: Lítil kona á bænum bað um meiri "mullu" og okkur fannst það alveg brilljant orð ;)) Á bænum var hægt að fara í fjórhjólaleiðangur eða hestaferð eða þá hreinlega leggja land undir fót og labba. Þarna voru stúlkur frá Eskimo motels að fara í einhvern myndaleiðangur á fjórhjólulum og ég er enn jafn hissa á því að Andrea Brabin sem þarna var í forsvari skyldi ekki stökkva á okkur Auði og biðja okkur að vera með. Erum við kannski ekki eins og mótel? Við hefðum að vísu ekki haft neinn tíma í það og kannski fann hún það (hehe)
Við komum við í Reykholti og kíktum á laugina hans Snorra, hann var ekki við enda fluttur til Svíþjóðar. Við vorum mjög hissa á því hve Snorri hefur verið flinkur að gera þessa tjörn, ég vissi t.d. ekki að þeir hefðu haft krana á hans tímum, en það var þarna krani í holu til að skrúfa frá heita vatninu í lauginni, mjög fullkomið hefði alveg eins getað verið gert í dag!!!!
Þar sem það rigndi alltaf eins mikið ákváðum við að drífa okkur í sumarbústaðinntil Hrefnu. É tók eftir því að enginn tjaldaði á flötinni (??) hehe.. Maggi og Sigrún voru að grilla alveg á fullu þegar við komum (ásamt fullt af fleiru fólki sem ég kann eigi að nefna). Þau voru búin að fara í gönguferð í 723 metra hæð!!!! Við dáðumst auðvitað að þeim
Þarna var síðan spjallað fram eftir kveldi og etið góðan grillmat. Aðalumræðuefnið var nú lengi vel, hvarf sólarinnar sem átti að skína á réttláta sem rangláta þessa helgi...en það kemur helgi eftir þessa..vona ég..
Núna ætla ég að fara að vinnugalla hauksins svo hann verði hreinn og fínn í vinnunni á morgun og svo var ég að hugsa um að ef ég nenni....
haukurinn er að horfa á formúluna og ég svona fylgist með yfir öxlina á honum eða þannig..veit alla vega að Rækonen er dottinn út og Ralf er að gera betri hluti heldur en síðast haha er ekki viss um að þið vissuð að ég vissi svona mikið......

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger