Morgunstund gefur gull í mund! Með þetta í huga brunuðum við hjúin á heilsugæsluna eldsnemma í morgun og létum tékka á því hvort við værum með aids, lifrarbólgu c eða rauðahunda! Það er eins og við séum komin inn í einhvern framtíðarveruleika þar sem stjórnvöld fá að ákveða hverjir eiga börn og hverjir ekki (afsakið bullið í mér er bara á smá gleðiflippi í dag)! Þarna hafa A og B búið saman og þeim finnst heimurinn endilega eiga að fá framlengingu á þeim því þau eru svo frábær. Þau sækja því um leyfi hjá stjórnvöldum því það er auðvitað ekki sama hverjir fá að eiga börn í okkar framtíðarveröld og stjórnvöld vilja fyrst fá að kanna blóðið hvort hægt sé að finna einhverjar menjar um skuggalega iðju á fyrri árum! A og B mæta því eldsnemma á biðstofu blóðkannananna og fá að lesa þar gömul marie clarie blöð sem fólk fyrr á öldum þótti víst mjög skemmtileg þó þau sjái að vísu ekki alveg hversvegna! þau sitja þarna hljóð og prúð og bíða eftir því að maðurinn með þvagprufuna klárist (hvað skyldi vera að honum? Ekki er hann óléttur?) Wow A vissi ekki að það væri möguleiki og hún leit á B og lét hugann reika hvort þetta væri kannski bara sniðugra að B mundi ganga með ef stjórnvöld samþykktu umsögnina þeirra! Lengra komst hún ekki því röðin var komin að þeim og þau réttu beiðna"bókina" fram (þeir sem voru á undan höfðu allir eitt blað en þau voru með mörg blöð og öll í þríriti eins gott að það fái ekki hver sem er leyfi til að ganga með börn). Þau fóru inn í fylgd hvítklæddrar stúlku sem meðhöndlaði nálar og tilraunaglös eins og það væri eitthvað sem ekki þyrfti að vera hræddur við! Áður en við var snúið var búið að taka nokkra dýrmæta blóðdropa úr hvoru þeirra og þau stóðu aftur fyrir utan húsið. Wow þetta gekk fljótt fyrir sig og nú hefst biðin eftir svari. Ætli Davíð eða Ingibjörg Sólrún verði ekki að lesa þetta yfir ásamt einhverjum læknum sem meta hvort ættir beggja séu þess virði að þeim verði viðhaldið!
frh síðar.......
frh síðar.......