Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 janúar 2003

Komin til baka og ekkert nennt að skrifa í marga marga daga. Helgin var annars grand. Vittorino var næturgestur á föstudagskvöldið og og svaf og hló til skiptis. Ekki erfiður gestur það, haukurinn eftirlét honum hinsvegar rúmið og svaf sjálfur í stofunni. Ég hinsvegar svaf fínt (hehe). Hann var því með sófaverki allan laugardaginn og var held ég sofandi meira eða minna fram að kvöldmat. Ég fór hinsvegar í kringluna og keypti mér nýjar hermannabuxur og finnst ég þvílíkt fín (hauknum finnst ég hinsvegar minna á konur í elstu starfsstéttini hvernig svo sem hann fær það út, held kannski að hann hafi ekki séð þær margar því eftir mínum skilningi klæða þær sig lítið sem ekkert, alla vega ekki í hermannabuxur).

Við vorum búin að bíða spennt eftir lokaþættinum í Kontrapunktinum og hann var fínn. Kom í ljós að ég kannaðist við einn gaurinn og veit fyrir víst að hann er upplýsingahafsjór. Fannst götuliðið standa sig betur en atvinnuliðið jafnvel þó þeir hafi ekki unnið leikinn. Ótrúlegt hvað fólk getur vitað, úff! Dr Gunni var auðvitað fínn í jakkafötum og Felix kominn í skyrtu að anda Dr. Gunna. Mér fannst þetta soldið klever að skipta um lúkk í síðasta þættinum.


Árni og María farfuglar flogin aftur til Danmerkur og ætla ekki að koma aftur heim fyrr en um næstu jól. Það er soldið langur tími!


Við misstum af opnuninni hjá Hansa en ætlum að fara á næsta föstudag. Skuggi lokar alltaf svo snemma (kl 17) þannig að það er erfitt að komast nema um helgar.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger