Ég er í fríi í dag og það er eins og við manninn mælt, ég var glaðvöknuð klukkan 7.30. Þetta er ekki svona auðvelt þá morgna sem ég þarf að vinna. Þá er ég að berja mig framúr rétt fyrir 8 og er svo alltaf á síðasta snúning í vinnuna.
Í dag er líka merkilegur dagur fyrir Vittorino, hann á nefnilega að byrja hjá sjúkraþjálfanum í dag. Það eru allir með vöðvabólgu og að drepast í bakinu og þessi drengur ætlar sko að fylgja tískunni þó hann sé bara 4 mánaða. hann ætlar að láta æfa hálsinn af því hann er svo hægrisinnaður! Dugir ekki að hann skuli horfa svona í átt foringjans eina og sanna! Nei aldeilis ekki og því fer hann í þjálfun! Vildi að það væri svona auðvelt að breyta skoðunum hjá ýmsu fólki (glott).
Í dag er líka merkilegur dagur fyrir Vittorino, hann á nefnilega að byrja hjá sjúkraþjálfanum í dag. Það eru allir með vöðvabólgu og að drepast í bakinu og þessi drengur ætlar sko að fylgja tískunni þó hann sé bara 4 mánaða. hann ætlar að láta æfa hálsinn af því hann er svo hægrisinnaður! Dugir ekki að hann skuli horfa svona í átt foringjans eina og sanna! Nei aldeilis ekki og því fer hann í þjálfun! Vildi að það væri svona auðvelt að breyta skoðunum hjá ýmsu fólki (glott).