Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 janúar 2003

Úff haukurinn er ekki fyndinn. Hann dró fram mynd á MBL í gær þar sem var einhver fræg leikkona með englavængi á bakinu og hann benti mér á að svona gæti ég haft mína og yrði bara nokkuð sæt. Hmm er hann að gera grín að mér? (glott) Ég nefnilega gæti ekki verið í jakka ef ég væri með vængina á mér (svo ég tali nú ekki um allt hitt). Yrði nú ansi hreint fínt með yfir-og undirmaga hangandi í allar áttir en fólk tæki kannski ekki eftir því vegna vængjanna. En nú er nóg komið af vængjum!
Skólinn byrjaði í gær og það lítur vel út, engin rándýr bók og svo verður boðið upp á námskeið í gerð heimasíðna. Aldeilis flott það! Kennarinn var soldið stressuð og einhverjir nemendur voru í tuðarastuði (ég passaði mig að segja ekki orð, nóg tuð kemur frá mér samt hehe).
Nornirnar hafa ekkert hist á þessu ári en það stendur til bóta því við ætlum að bruna til Keflavíkur í næstu viku (mar er bara alltaf úti á landi (hehe))! Það er nú eiginlega ekki hægt að byrja nýtt ár nema vera með tarotspánna fyrir árið undir handarkrikanum svo mar viti við hverju er að búast svona í dagsins önn og allt það.
En nú er það bakk tú vork

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger