Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 janúar 2003

Það eru nú nokkrir búnir að benda mér á það að ég geti ómögulega hafa verið að horfa á kontrapunkt á laugardaginn var því sá þáttur hafi ekki verið sýndur í mörg ár. Hins vegar gæti ég mögulega hafa verið að horfa á Popppunkt. Hey hvaða hvaða, það er nú ekki hægt að muna allt, ég sem var dyggur áhorfandi Kontrapunkts og sat og var byrjuð að bíða klukkutíma fyrir hvern þátt (as if).
Fór á Grillhús Guðmundar í gær og kom við í leiðinni og keypti það eina sem mig vantaði inn í líf mitt þessa dagana, eða nefnilega englavængi! Þeir eru grand, verst að þegar ég kem við þá get ég ekki varist því að hugsa um hvað hafi eiginlega komið fyrir engilinn sem þessir vængir tilheyrðu. Ég meina, geta englar dáið?? Og ef þeir deyja hvert fara þeir þá? Og ef þeir deyja ekki geta þeir misst vængina af einhverjum orsökum? Uss nú fer ímyndunaraflið á flug, ætli minn engill (eigandi vængjanna) hafi gert eitthvað af sér og flugleyfið tekið af honum og til að afla tekna í himnakassanna þá eru vængirnir seldir á jörðunni? Eða hætti hann aðvera engill? Búinn að fá nóg af því að flögra um og spila á hörpu? Eða var hann vaxinn upp úr þessum vængjum? Ég reikna nú ekki með því að neinn hafi svör við þessu en ég hins vegar er æginlega ánægð með vængina mína. Aumingja Haukurinn setti upp vandræðasvip þegar hann sá vængina sem ég er búin að tala um frá því á Þorláksmessu og spurði "hvað ætlarðu að gera við þetta?" komm onn, maður þarf ekki alltaf að ætla að gera neitt, reyndar er ég viss um að hann hélt að ég héldi að ég yrði engill með því að eiga þessa vængi (hmm. góð hugmynd). Nú er bara að finna stað svo ég geti dást að þeim og haldið áfram að hugsa um sögu vængjalausa engilsins!!!!
Svo fór ég á Borgarnes í gær. Úlala sveitin kallar og allt það. Við brunuðum í blíðskaparveðri (hálfgert moldviðri) með prinspólo og pepsimax (veit það að ég er í sælgætisbindindi en mikið svakalega var þetta gott prinspóló en um leið var pepsið vont enda keypt í hallæri þar sem ekki var til dáindisdrykkurinn diet pepsi). Hvar var ég?? Úps já á leið til Borgarness með armour. Við vorum ægilega kátar og lá við að við syngjum hástöfum, létum það þó vera. Dvöldum í sveitinni í rúma fjóra tíma og mikið ofsalega vorum við glaðar að sjá borgarljósin þegar við snérum til baka. Við stoppuðum bílinn og fleygðum okkur á hnén og dásömuðum þá tilviljun að við byggjum í bænum (þetta er auðvitað lygi en hljómar nú soldið skemmtilega)!!! Þetta var fín ferð og við vorum ánægðar með vinnu okkar!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger