Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 apríl 2005

Ég er búin að sitja síðan klukkan átta í morgun og hringlast í ritgerðinni minni. ég er núna á bls. 33 og orðsending frá kennaranum er efst á síðunni: Lesandi veit ekki ennþá hvað þú ert að fara að rannsaka...
Hmmm er hún ekki enn búin að fatta út á hvað rannsóknin gengur eða er hún að vitna í aðra lesendur..ahhhhhhhhh manni getur nú fallist hendur sko....

Ég mætti ásamt MAB á vinnustaðinn og við sátum og lásum til klukkan rúmlega eitt þá færði hún sig á næsta stað en ég sit eftir með sárt ennið og gríðarlega mikið efni... en yfirmaður STAR segir: Get ekki vorkennt þér, þú VALDIR þetta.. það er enginn sem biður þig um að læra meira.. hrmp.. er það nú hluttekning frá hæstvirtum yfirmanni.. en hún gaf mér samt samloku sem hún fann einhverstaðar þegar garnagaulið í mér var farið að heyrast yfir í skrifstofuna hennar. Ég bókstaflega heyrði hvernig ég mjókkaði jafnt og þétt.. hún stoppaði það af!

29 apríl 2005

það er nú bara ekki laust við að það séu smá brosviprur á andlitinu á mér þegar það er svona gott veður eins og í morgun. Hvernig er annað hægt? Annars datt ég mörg ár aftur í tímann í gær þegar ég var á leiðinni í HÍ. Sá konu á gangstéttinni með flöskupokana sína og þetta var sko hún Dickens. Hrönn og MAB, hún er meira segja enn líkari Dickens persónu í dag heldur en hún var fyrir 20 og eitthvað árum þegar við unnum með henni. Hreint og beint scary..

28 apríl 2005

Ég má ekki borða mat í rúminu. Ekki morgunmat, ekki prinspóló, ekki ávöxt í stuttu máli sagt engan mat. Þetta eru reglur frá mínum hæstvirta eiginmanni, Skakka. Í gærkvöldi fann ég út hvers vegna þessar reglur eru í gildi! Jú hann veit að konur geta móðgast þegar þær borða í rúminu og þá eiga þær það til að stinga menn sína í bakið með beittum hnífum. Jamm..

Það var frétt í DV af hamingjusömu pari sem hafði lent í þessum aðstæðum. Ja þau eru ekkert hamingjusöm í dag því löggan er svo vond að hún hefur dregið konuvesalinginn til ábyrgar á þessu verki sem hún vann í móðgunarkasti við mann sinn. Hann skilur ekki hvers vegna því hann hefur jú löngu fyrirgefið henni, enda átti hann ekket með að móðga hana svona. Mér fannst þetta skemmtileg frétt. Skakki er í kasti því hann þekkir þetta ógæfulið frá fornu fari. Þau nefnilega leigðu hjá foreldrum hans eitt timabilið sem þau voru ekki á "óregluskeiði" eins og Mundi, maðurinn í fréttinni, orðar fyllirýstímabil þeirra en þau ku vera lengri en skeiðin sem ekki eru óregluleg.´

Ég skil núna af hverju ég má ekki borða í rúminu. Ég er jú kona og ég á mann. Og konur geta móðgast við menn sína þegar þeir segja eitthvað sem þeim ekki líkar og þá er eins gott að ekki sé hnífur við höndina (í rúminu) því hann gæti óvart stungist í bak mannsins.

ps. það besta við fréttina er að blessaður kallinn hann Mundi, man bara alls ekki hvað það var sem hann sagði til að móðga konu sína svo mikið að hún rak steikarhnífinn í bakið á honum (þau voru sem sagt að borða steik)... og hann veit líka að ekki á að móðga konur og hefur því ekki verið að erfa þetta við hana...

27 apríl 2005

Það er held ég að koma sumar! Það liggja bækur um veiði og auglýsingar um veiðivötn um alla íbúð. Þegarég vaknaði í morgun var ég að spá hvaða ógeð væri flækt um fingurna á mér og við nánari skoðun fann ég út að þetta var nýja veiðiflugnanetið hans Skakka sem hann hefur greinilega verið að máta einhvern tíma í nótt og háfurinn var til fóta. Ég sagði nei við vöðlunum þegar hann var að myndast við að draga þær úr geymslunni til að máta í stofunni. Aumingjans kallinn mátti húka í geymslunni og máta þær þar, enda spurning hvað þurfi að máta þegar menn hafa ekkert stækkað... honum fannst þetta svindl og ég heyrði vanþóknunarfussið alveg upp á þriðju.. og gott ef ekki voru einhverjar hótanir um að ég fengi sko ekki að máta kylfurnar í stofunni þegar að mér kæmi.. en það er í lagi ég verð þá bara í eldhúsinu...

26 apríl 2005

Pótsturinn Páll, Pósturinn Páll
Pósturinn Páll og kötturinn Njáll
trlalala trlalala og prúða köttinn Njalla...

Er ég búin að missa síðustu ögn af þeirri ögn af vitglóru sem eftir var?
ha?

25 apríl 2005

Það er ekkert að gerast hjá mér til að skrifa um! Ég sit alla daga og öll kvöld og skrifa ritgerð. Þetta á að verða síðasta ritgerðin sem ég skrifa á ævi minni (eða þangað til ég gleymi hvað þetta er ömurlegt og skrái mig í eitthvað annað). Ég fylltist gríðarlegri öfund á laugarsdagskvöldið í karokkí partýinu sem ég mætti í (nei engar áhyggjur ég söng ekki) þegar Stjáni frændi minn sagðist vera búinn að skila sinni ritgerð. Ohhhhh ég vildi vera í hans sporum. Hann þarf að vísu að verja sína en ég þarf þess ekki, ég tók gleði mína við þær fréttir. Það eru nákvæmlega 3 vikur þar til ég á að skila þessu. Mæ gosh hvað það verður tæpt. Kennarinn er strax farin að reyna að draga úr mér en ég læt sem ég heyri það ekki. Ég verð að skila í núna. Hef engan tíma í sumar og haust til að skrifa þetta. Ég horfi löngunaraugum á golfvöllinn og er að hugsa um að fara að strjúka kylfunum mínum en ég má ekki láta það eftir mér fyrr en að þremur vikum liðnum. Ég verð orðin geðveik á þeim tímapunkti!!!!!!!


Powered by Blogger