Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 apríl 2005

Það er ekkert að gerast hjá mér til að skrifa um! Ég sit alla daga og öll kvöld og skrifa ritgerð. Þetta á að verða síðasta ritgerðin sem ég skrifa á ævi minni (eða þangað til ég gleymi hvað þetta er ömurlegt og skrái mig í eitthvað annað). Ég fylltist gríðarlegri öfund á laugarsdagskvöldið í karokkí partýinu sem ég mætti í (nei engar áhyggjur ég söng ekki) þegar Stjáni frændi minn sagðist vera búinn að skila sinni ritgerð. Ohhhhh ég vildi vera í hans sporum. Hann þarf að vísu að verja sína en ég þarf þess ekki, ég tók gleði mína við þær fréttir. Það eru nákvæmlega 3 vikur þar til ég á að skila þessu. Mæ gosh hvað það verður tæpt. Kennarinn er strax farin að reyna að draga úr mér en ég læt sem ég heyri það ekki. Ég verð að skila í núna. Hef engan tíma í sumar og haust til að skrifa þetta. Ég horfi löngunaraugum á golfvöllinn og er að hugsa um að fara að strjúka kylfunum mínum en ég má ekki láta það eftir mér fyrr en að þremur vikum liðnum. Ég verð orðin geðveik á þeim tímapunkti!!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger