Það er held ég að koma sumar! Það liggja bækur um veiði og auglýsingar um veiðivötn um alla íbúð. Þegarég vaknaði í morgun var ég að spá hvaða ógeð væri flækt um fingurna á mér og við nánari skoðun fann ég út að þetta var nýja veiðiflugnanetið hans Skakka sem hann hefur greinilega verið að máta einhvern tíma í nótt og háfurinn var til fóta. Ég sagði nei við vöðlunum þegar hann var að myndast við að draga þær úr geymslunni til að máta í stofunni. Aumingjans kallinn mátti húka í geymslunni og máta þær þar, enda spurning hvað þurfi að máta þegar menn hafa ekkert stækkað... honum fannst þetta svindl og ég heyrði vanþóknunarfussið alveg upp á þriðju.. og gott ef ekki voru einhverjar hótanir um að ég fengi sko ekki að máta kylfurnar í stofunni þegar að mér kæmi.. en það er í lagi ég verð þá bara í eldhúsinu...
27 apríl 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka