Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 mars 2008

Nú er að styttast í páskafríið. Gott að fá svona frí á miðjum vetri ;) Ég verð eins og kálfur að vori næsta föstudag þegar ég fatta að fríið er komið og engin vinna næstu daga. Jibbíjei

Annars er lítið að frétta. Hér er bara vinna, fara heim, sofa. Vinna, fara heim, sofa rútínan á fullu. Nóg komið af sjó og frosti og langar í sól. Er svo aðframkomin af þessu sólarleysi að mig er farið að dreyma sólarferð og strandir. Ég sem hef aldrei farið svoleiðis ferð og í rauninni ekki langað í svoleiðis nema þarna um árið þegar við SM fengum nóg af rigningu og ætluð að skella okkur í hoppferð til mallorka og enduðum í flóði í Skaftafelli. Já það voru þeir dagar. Tjaldið á floti og allt blautt en engin sól og alls engin strönd. Ætli þessi ferð verði ekki svipuð. Við Skakki á ferð með Ungann í íslensku sumri í leit að sól, blótandi rigningunni og máttarvöldunum. Þetta kemur í ljós!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger