Ég er nú ekkert vön að vera að tuða mikið yfir fréttunum en get samt ekki orða bundinst núna. Tilefnið er tvær fréttir. Annars vegar af þessum gaurum sem réðust á lögguna og fengu þann fáránlegasta dóm sem ég hef lengi heyrt. Ég veit að dómar eru oft fáránlegir og stundum hef ég orðið illa reið, sérstaklega þegar varðar brot á börnum. Þessi dómur var einmitt af slíkum toga, komm onn 60 daga skilorð og tveir sýknaðir af því það var ekki víst hvar þeir spörku í hvern? halló halda menn virkilega að það verði eftirsóknarverðara fyrir menn að fara í lögguna þegar dómarar landsins gefa þar að auki út skotleyfi á þá?
Hin fréttin sem ergir mig er hæstvirtur fjármálaráðherra vor. Þarf maður virkilega ekki að skilja neitt í peningum og samhengi þeirra til að verða yfirmaður allra fjármála í landinu? Ok ég veit að hann er svo sem ekki neitt yfirvald en hann er samt í þeirri stöðu að hann á að skilja um hvað verið er að tala þegar verið er að tala um fjármuni, laun og skatta. Og ef einhver er ekki sammála vitleysisbullinu í honum þá segir hann viðkomandi hafa ekekrt vit á því sem hann er að segja. Mér finnst þetta svo gremjulegt hvernig haldið er áfram að púkka upp á eitthvað lið sem veit ekkert um það sem það á að vinna við meðan til er fullt af frambærilegu fólki. Og ef þetta lið klúðrar nógu miklu? Jú gerum það að sendiherra í einhverju landi þar sem við getum látið það halda veislur á kostnað ríkisins en ekki margt annað því þörfin fyrir sendiherra hlýtur að vera sáralítil á okkar dögum.
Hin fréttin sem ergir mig er hæstvirtur fjármálaráðherra vor. Þarf maður virkilega ekki að skilja neitt í peningum og samhengi þeirra til að verða yfirmaður allra fjármála í landinu? Ok ég veit að hann er svo sem ekki neitt yfirvald en hann er samt í þeirri stöðu að hann á að skilja um hvað verið er að tala þegar verið er að tala um fjármuni, laun og skatta. Og ef einhver er ekki sammála vitleysisbullinu í honum þá segir hann viðkomandi hafa ekekrt vit á því sem hann er að segja. Mér finnst þetta svo gremjulegt hvernig haldið er áfram að púkka upp á eitthvað lið sem veit ekkert um það sem það á að vinna við meðan til er fullt af frambærilegu fólki. Og ef þetta lið klúðrar nógu miklu? Jú gerum það að sendiherra í einhverju landi þar sem við getum látið það halda veislur á kostnað ríkisins en ekki margt annað því þörfin fyrir sendiherra hlýtur að vera sáralítil á okkar dögum.