Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 mars 2008

Og það rignir/snjóar enn. Hvar endar þetta? Fór með ungann niður að læk er ég kom heim úr vinnunni í gær, þurfti að hlaða batteríin fyrir daginn í dag sem verður mega erfiður. Unganum fannst frábært að fá að fara með nammi í poka og gefa brabra. það var eins og ég hefði sleppt kálfi lausum, hún stökk af stað og skrækti og benti og kallaði. Fólk sem fyrir var gat ekki annað en hlegið. Það var einn poll á leiðinni og þegar við fórum heim var hann ekki lengur til nema á flísbuxunum ungangs. Mjög hentugt! Svo sáum við hundeiganda á göngu og vorum svo heppnar að þekkja hann (manninn en ekki hundinn) þannig að hún gat fengið að klappa hundinum (held það geti ekki verið að þetta sé dóttir mín... hlýtur að vera dóttir Skakka). Og síðan gengum við heim aftur og það þurfti að kíkja inn í alla garða sem voru með opin hlið og kíkja undir öll grindverk sem voru þannig að það var hægt. Það er mikið gaman að vera ungur skal ég segja ykkur ;)

Helmingur sænsku mafíunnar ætlar að vera hér yfir páskana. Þetta er kvenleggur mafíunnar og þetta verður til þess að þær geta mætt í afmæli Ungans..fyrsta afmælið sem verður nú um páskana. Við foreldrarnir stöndum á haus við að plotta kökur og bakstur og afmælisgjöf maður minn. Erum sammála um hvað á að kaupa (eða sko ég sagði að við ÆTLUÐUM að kaupa það) en ekki hvar á kaupa. Þannig að nú liggjum við á netinu og skoðum þá möguleika sem við höfum. Það verður að vanda til verksins nefnilega. maður er bara tveggja ára einu sinni.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger