Skakki var búinn að lýsa óförum okkar með nýju tölvuna en í gær fór hún aðeins að pirra mig líka. Málið er að tölvugaurinn spurði hvort ætti að taka bakkupp af einhverju (döh) og við sögðum öllu. Svo hann tók bakkupp af öllum möppunum mínum en þegar ég ætlaði að fara að vinna með eina í gær reyndist hún tóm og svo var um hinar líka. Hverslags fáviti tekur bakkupp af möppum en hefur þær tómar? Eina mappan sem ekki er tóm er myndamappan hennar 17 ára Sigríðar sem ég veit ekki hver er. Vona að aumingja Sigríður hafi ekki fengið öll skjölin mín. Sem betur fer var flest allt inni á gömlu tölvunni líka. Ekki samt allt því tölvan var jú glæný og hver tekur bakkupp af nýjasta dótinu sínu? Alla vega ekki ég.
Unginn hefur enga samúð með vinnandi móður sinni. Í nótt sótti hún stíft í koddann minn sem lýsir sér þannig að hún kemur æðandi og skellir sér á koddann og spáir ekkert í að elskuleg móðir hennar gæti verið á koddanum. Síðan ýtir hún sér og potar þar til móðurmyndin er örugglega farin af koddanum og byrjar þá að sparka í haus pabbans (hún liggur sem sagt lárétt í rúminu). Við færðum hana örugglega hundrað sinnum í nótt og ég er frekar framlág í dag!
Unginn hefur enga samúð með vinnandi móður sinni. Í nótt sótti hún stíft í koddann minn sem lýsir sér þannig að hún kemur æðandi og skellir sér á koddann og spáir ekkert í að elskuleg móðir hennar gæti verið á koddanum. Síðan ýtir hún sér og potar þar til móðurmyndin er örugglega farin af koddanum og byrjar þá að sparka í haus pabbans (hún liggur sem sagt lárétt í rúminu). Við færðum hana örugglega hundrað sinnum í nótt og ég er frekar framlág í dag!