Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 febrúar 2008

Það var eins og að keyra inn í jólakort þegar ég keyrði af sveitahæðinni minni í morgun. Það breyttist þegar út á aðalvegi kom þá var hríð og ógeð. Þá fer bíllinn minn fallegi með grænu ljósunum að komast í hendur annars eiganda en elskulegur bróðursonurinn hefur lofað að taka hann að sér og hlú að honum eins og þarf. Mér finnst nefnilega of mikið að eiga þrjá bíla verandi bara tvö á heimilinu með bílpróf.

Og ég lýsi hér með eftir myndavélinni minni. Hennar er sárt en ég tók á hana myndir á sunnudaginn í Þorlákshöfn en eftir það gufaði hún upp. Þetta fer mjög í taugarnar á mér því ég er ekki vön að týna dóti sem mér þykir vænt um. Ég verð að eiga svona litla myndavél því það er aldrei að vita hvenær tækifærin gefast. Ég fékk nýja vél í jólagjöf, Diana heitir hún. Þetta er filmuvél og tekur Lomo myndir. Ég er ekki enn búin að prufa hana en þar sem hin er horfin hef ég enga aðra afsökun.

Unginn og pabbinn eru í læknisferð í dag. Það verður spennandi að heyra hvort hún er jafn æst og hysterísk með honum. Ég vona ekki.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger