jei... við erum búin að fá fyrstu barnabæturnar okkar... jibbíkajei. Verð nú samt að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvers vegna fólk bíður í ofvæni eftir þessari fúlgu því þó við hjónin leggjum saman risaupphæðirnar sem við fengum þá dugir það varla fyrir hálfum bensíntank. Þetta er ekki einu sinni nóg fyrir leikfimihlýðninámskeiði fyrir ungann. Og talandi um það, ég fór á hlýðninámskeiðið í gær þar sem ég var í fríi og held það sé bara fínt að Skakki sjái um þetta bara. þarna djöflaðist ég alveg á fullu, lék könguló, henti mér í gólfið og velti mér og stökk í gegnum húlla hring. En Unginn sem átti að vera að gera þessar æfingar stóð urrandi við hlið mér. Held hún hafi eitthvað misskilið tilgang þessara ferða!
05 febrúar 2008
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka