Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 febrúar 2008

Ég er búin að kynnast nýjum hæðum í sambandi við stresskvíða. úff úff ég varð bara stressuð líka þegar ég varð vör við þetta og setti talfærin á extra hraða og það varð til þess held ég að viðkomandi stressaðist enn meir. Læf is töff, það er ekki hægt að segja annað.

Í gær lenti ég í þeim hremmingum að bíldruslan læstist þegar ég fór út að skafa og mátti ég hringja í eiginmanninn til að fá hann til að koma með aðra lykla. Ekki gat ég farið í strætó því taskan var eðlilega inni í bílnum með öllum peningum og lyklum. Þar sem hurðin að vinnustaðnum er langt frá stæðinu og bílnum mínum þá þorði ég ekki annað en fara út eftir smá tíma svo þau hjúin þyrftu ekki að leita að mér (síminn var jú líka í töskunni, læstur inni í bílnum) og ég beið og beið. Það kom þrisvar á tímanum svona éljahríð og ég var orðin gegnfrosin er þau mættu. En bílinn var orðinn vel heitur... Skemmtilegt.

En bílavandræðum mínum er ekki lokið, nei langt frá því. Þetta er kosturinn við að vera á druslu, það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Í morgun rigndi og rigndi og þá ákváðu þurrkurnar að nú væri komið nóg og gáfu upp andann. Skemmtilegt bara. Alltaf gaman að keyra í brjálaðri umferð í rigningu með engar þurrkur en hann læsist þá ekki á meðan.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger