Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 júlí 2007

Þá er það lognið á undan storminum þar sem þetta gæti orðið vikan þar sem við Skakki fáum að vita hvort við erum að verða foreldrar eða ekki. Við erum búin að eyndurnýja leyfið okkar frá Dómsmálaráðuneytinu en það gildir bara í tvö ár og sá tími er alveg að renna út. Við erum sem sagt komin með nýtt sem gildir í einhvern Xtíma. Rosalega getur verið stressandi að bíða svona. Við erum í þeirri aðstöðu að vera á mörkunum með það hvort við verðum með þennan mánuðinn og það gerir það að verkum að við getum ekki skipulagt neitt. Við erum náttúrulega búin að vera í bið í lengri tíma en þetta er samt verra en venjulega. Gott dæmi um það er sumarfrí Skakka. Hann langar svo í sumarfrí að hann er að springa. EN... við skulum bíða með þá ákvörðun þangað til þessi vika er búin því ef.... og ef.... Ef við erum ekki með núna verðum við að taka sumarfrí því þá förum við ekki út fyrr en í haust. Ef við hinsvegar verðum með núna þá gætum við verið að fara út í lok ágúst eða aðeins fyrr. Það er því biðin endalausa á okkar heimili.

Við erum heldur ekki byrjuð að gera heimilið barnvænt því okkur finnst við ekki geta gert það fyrr en við höfum eitthvað í höndunum sem hægt er að byggja á.

Hinsvegar þá gekk ég 140 km í þessum mánuði líka þannig að allt í allt er ég búin að labba 280km á tveimur mánum. Huh mér finnst það nú alveg frábært þó ég segi sjálf frá.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger