Og nú bíðum við bara eftir símtali. Það kemur ekki fyrr en í næstu viku en samt þorir maður ekki að sleppa GSM úr hendinni. Jebb ég ætla nú ekki að missa af símtalinu af því síminn er í töskunni eða einhverjum öðrum stað. Þetta er því ábyggilega eini tíminn í mínu lífi sem ég kem til með að svara símtölum fljótt og vel en þarf ekki að hringja til baka nokkrum tímum seinna af því ég heyrði ekki í símanum.
Ég er búin að segja öllum að ég núna yfirmáta róleg og ég bíði bara eftir mínu kalli. En auðvitað lýg ég því, stressið er ekkert minna en áður skal ég segja ykkur. Held ég verði að leggjast inn með krónískar magabólgur þegar þessu er lokið.
Ég er búin að segja öllum að ég núna yfirmáta róleg og ég bíði bara eftir mínu kalli. En auðvitað lýg ég því, stressið er ekkert minna en áður skal ég segja ykkur. Held ég verði að leggjast inn með krónískar magabólgur þegar þessu er lokið.