Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 janúar 2007

Þegar ég kom til Svíþjóðar á þriðjudag var alauð jörð og hiti. Túnin voru græn og allt frekar blautt. Ég sagði sænsku nýbúunum að þetta myndi breytast á föstudag því þá myndi byrja að snjóa. Þeim fannst það mikið fyndið og vildu vita hvaða vitleysa þetta væri í mér. Ég kvaðst hafa þessa vitneskju af netinu eins og fleiri góða hluti. Þau hnussuðu bara. Í gærmorgun (föstudag) var hins veg hvít hrímuð jörð. Ég brosti bara. Síðan hefur snjóað. Það er löngu orðið þannig að börnin eru komin með snjóþotur og eru að renna sér af öllum hólum. Í nótt á hinsvegar að bresta á stormur mikill og reiknað með að tré fjúki í allar áttir og meðal annars á lestarteina. Og hvað með það? Jú það gæti haft áhrif á heimferð mína á morgun. Ég er sem sagt hætt að glotta yfir veðrinu og vildi óska að það hætti að snjóa!!!!!

Frænka mín hefur af því miklar áhyggjur að ég tali ekki sænsku. Hún kynnti mig fyrir vinkonu sinni í gær: "Det er Anna. Hun prattar inte svenska og forstår ingenting" Hmmm ég skyldi þetta þó. Síðan tók hún til við að kenna mér sænsku og er búin að finna tvö orð sem hún er fullviss um að ég geti auðveldlega lært: "mamma" og "kiwi" og hvers vegna? Jú þau eru jú eins á báðum málunum. Ætli ég komist ekki slatta á þessum teimur orðum: Kiwi mamma mamma kiwi kiwi kiwi mamma mamma.. hmm held það séu nú varla miklu fleiri möguleikar...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger