Ég bý meðal fólks sem hefur afskaplega gaman af því að gera samsæriskenningar um alla mögulega hluti. Sjálf hef ég ekkert voða gaman að því. Mér finnst hlutirnir yfirleitt vera eins og þeir líta út. Uppsögnin mín er samt búin að hringlast í hausnum á mér í nokkra daga (held það sé eðlilegt) og allt í einu fattaði ég nákvæmlega hvernig skoffínið hefur komið sínu fram. Og það er svo einfalt að það er næstum því brilljant. Það liggur við að ég taki ofan fyrir skoffíninu því í þessu máli hefur hún höfuð og herðar yfir mig. Það eina sem hún gleymdi að taka með í reikninginn eru tilfinningar og ekki bara mínar tilfinningar heldur tilfinningar fólks á vinnustaðnum. Ég er nefnilega vel liðinn og hef talið mér það til tekna í gegnum árin. En ég tala líka of mikið og segi alltaf öllum hvað ég er að fara að gera og hvernig mér líður og þar spilaði ég mig upp í hendurnar á henni. Það var búið að vara mig við að ég skyldi ekki láta hana vita hvað ég væri að hugsa en ég missti það út úr mér við framkvæmdastjórann sem lét hana vita hvernig staðan væri. Eflaust í þeim tilgangi að fá hana til að taka á samskiptamálunum og það gerði hún glæsilega. Hún gleymdi hinsvegar í æsingi sínum yfir að hafa fengið sitt fram að staða mín er ekki alveg sú sama núna og hún var í september. Hún gleymdi atriði sem hún vissi mæta vel en það er að barneignarleyfið verður í vor eða sumar. Í september var langur, langur tími til næsta vors , núna eru það nokkrir mánuðir og í mínu tilfelli voru það svo fáir mánuðir að það var ekkert mál að þrauka erfitt samstarf og gera svo viðeigandi ráðstafnir þá.
14 janúar 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka